Fréttir

Brynja Hjálmsdóttir er nýjasti ráðunautur Leslistans.

Brynja Hjálmsdóttir er nýjasti ráðunautur Leslistans.

Brynja og Sverrir Norland skyggnast á bakvið tjöldin við gerð Okfrumunnar og svara loks þeirri spurningu hvort Brynja myndi fá sér tattú af Jackie Chan eða Bruce Lee! Allt viðtalið má lesa á Leslistanum .

Meira →


Útgáfuhóf í Mengi 6. nóvember

Útgáfuhóf í Mengi 6. nóvember

Una útgáfuhús gefur út tvær ljóðabækur fyrir jólin, Okfrumuna eftir Brynju Hjálmsdóttur og Þetta er ekki bílastæði eftir Brynjólf Þorsteinsson. Um er að ræða fyrstu verk ungra og efnilegra höfunda. Að gefnu tilefni er efnt til tvöfalds útgáfufagnaðar miðvikudaginn 6. nóvember í Mengi á Óðinsgötu. Þér og þínum er boðið að fagna með höfundum sem stíga brattir fram á ritvöllinn brynjaðir frábærum bókum. Höfundar kynna og lesa úr verkum sínum og Birkir Sveinbjörnsson þeytir skífum. Í boði eru léttar veitingar og bækurnar verða fáanlegar á tilboðsverði.

Meira →


Vefsíða Unu komin í loftið

Vefsíða Unu komin í loftið

VIð kynnum með stolti nýja heimasíðu okkur þar sem hægt er að kaupa Undir Fána Lýðveldisins í Forsölu. Bókin hefur verið ófáanleg um árabil en hún á fullt erindi við samtímann.

Meira →


Una formlega stofnuð!

Við getum með ánægju fært ykkur þær fréttir að Una útgáfuhús hefur verið formlega stofnað sem einkahlutafélag.

Meira →