Um okkur

Una útgáfahús er nýtt og framsækið bókaforlag með sterka grasrótartengingu. Við sem stöndum að útgáfunni erum ungt fólk sem stundað hefur nám í íslensku, heimspeki og bókmenntafræði. Við deilum sameiginlegum áhuga á bókmenntum, íslenskri bókmenntasögu og útgáfustarfi og höfum jafnframt mikla reynslu af bóksölu.

Una útgáfuhús er rekið af hugsjón fyrir kynningu og útgáfu á merkum bókmenntaverkum og skáldskap nýrra höfunda. Stefna forlagsins er að endurútgefa ófáanlegar íslenskar bækur sem hafa djúpa sögulega tengingu og menningarlegt gildi, að gefa út klassískar erlendar bókmenntir í vönduðum þýðingum auk þess að vera vettvangur fyrir ný skáld til að stíga fram á ritvöllinn í skapandi samstarfi á jafningjagrundvelli.

 

Að forlaginu standa:

Einar Kári Jóhannsson

Jóhannes Helgason

Kristín María Kristinsdóttir

Styrmir Dýrfjörð

Aðrar upplýsingar

Una útgáfuhús ehf. Sími: 6993356

bokautgafanuna@gmail.com

101 Reykjavík Kennitala: 6611180320