Undir fána lýðveldisins - Hallgrímur Hallgrímsson
Undir fána lýðveldisins - Hallgrímur Hallgrímsson

Undir fána lýðveldisins - Hallgrímur Hallgrímsson

Fullt verð 1.999 kr 1.999 kr
  • Kilja
  • 219 bls
  • 14 x 21,5 cm
  • ISBN: 9789935245045

Hallgrímur Hallgrímsson (1910-1942) var byltingarmaður sem fyrstur Íslendinga tók sér vopn í hönd til að berjast gegn uppgangi fasisma í Evrópu. Það gerði hann með alþjóðasveitum kommúnista sem studdu spænska lýðveldið í hinu alræmda borgarstríði þar í landi. Frásögn hans er fjörug, spennandi og átakanleg en jafnframt einstök heimild um afdrif hugsjónamanns á einhverjum mestu umbrotatímum í evrópskum stjórnmálum

Í ítarlegum eftirmála er sagt frá ævintýraríku lífshlaupi Hallgríms Hallgrímssonar og veru hans á Spáni. Auk hermennsku stundaði Hallgrímur nám í Moskvu, ritstýrði róttækum tímaritum, var framalega í stéttabaráttunni og bæði stofnandi og frambjóðandi fyrir Kommúnistaflokk Íslands. Hann var jafnframt einn helsti andófsmaður friðsamlegar hersetu Breta hér á landi og síðar dæmdur fyrir landráð og fangelsaður fyrir aðild að hinu svokallaða „Dreifibréfsmáli“, sem sem var tilraun til að hvetja hermenn til stuðnings við verkalýðsbaráttu Íslendinga.

Hér birtist fyrsta endurútgáfa á þessari mikilvægu frásögn Hallgríms sem geymir einlægar lýsingar á þátttöku Íslendings í stríði á erlendri grundu. Það er sönn ánægja að kynna skrif Hallgríms Hallgrímssonar fyrir nýjum lesendum.