Þröskuldur hússins er þjöl - Arnfríður Jónatansdóttir
Þröskuldur hússins er þjöl - Arnfríður Jónatansdóttir

Þröskuldur hússins er þjöl - Arnfríður Jónatansdóttir

Fullt verð 2.800 kr 0 kr
  • Kilja
  • 84 bls
  • 12,9 x 19,8 cm
  • ISBN: 9789935946805

Ljóðskáldið og verkakonan Arnfríður Jónatansdóttir (1923–2006) bjó lengst af við kröpp kjör í braggahverfum Reykjavíkur. Hún hefur verið kölluð fyrsti kvenkyns módernistinn og gleymda atómskáldið. Arnfríður var aðeins 22 ára þegar ljóð eftir hana birtist á prenti. Nokkur árum síðar voru kvæði eftir hana valin í bókina Ljóð ungra skálda. Hennar eina bók, Þröskuldur hússins er þjöl, kom út árið 1958. Eftir það birti hún aðeins eitt ljóð og eina smásögu. Hér hefur höfundarverki Arnfríðar verið safnað saman með inngangi eftir Soffíu Auði Birgisdóttur, auk viðtals Þórunnar Hrefnu Sigurjónsdóttur við skáldið. Er þetta fyrsta endurútgáfa á verkum Arnfríðar Jónatansdóttur og því mikill fengur fyrir unnendur ljóðlistar.

„Þótt Arnfríður Jónatansdóttir hafi aðeins sent frá sér eina ljóðabók um ævina þá er í henni frumleiki, orðvísi og leikgleði sem fæstum skáldum heppnast þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Fjölbreytni ljóðanna í Þröskuldur hússins er þjöl er slík að skáldinu tekst að slá á flesta þá strengi sem áttu eftir að hljóma í íslenskri ljóðagerð áratugina sem fylgdu. Þar má finna uppreisn og ærsl, alvöru og djúphygli, endurnýjun og uppfinningu sem er jafn fersk í dag og þegar hún birtist fyrst fyrir sextíu árum.“
-Sjón