Okfruman - Brynja Hjálmsdóttir
Okfruman - Brynja Hjálmsdóttir

Okfruman - Brynja Hjálmsdóttir

Fullt verð 2.499 kr 2.499 kr

 

  • Kilja 
  • 80 bls
  • 12,9 X 19,8 cm
  • ISBN: 9789935946812

Okfruman er ljóðsaga um uppvöxt, áföll og andlega upplausn. Við fylgjum sköpun manneskju frá fyrsta frumusamruna fram á fullorðinsár og tilraunum hennar til að fóta sig í lífinu. Í ljóðunum eru dregnar upp óvenjulegar og nær martraðarkenndar myndir sem einkennast af frjórri hugsun, leikgleði og vísunum í þjóðsögur, hryllingsmyndir og allt þar á milli. Þetta er frumraun sem íslenskir ljóðaunnendur hafa beðið eftir.

 

Brynja Hjálmsdóttir er bóksali og skáld úr Reykjavík. Áður hafa skrif hennar birst í bókmenntatímaritum og safnbókum. Okfruman er hennar fyrsta ljóðabók. Bókina prýða teikningar eftir höfundinn.

 

Í rigningunni er malbikið

glitrandi hreistur

 

Þess vegna veitir því enginn athygli

þegar gríðarstór svört slanga

skríður upp úr hafinu

og hringar sig utan um flugvöllinn í Skerjafirði

 

Enginn sér hana

nema barnið

 

Grunlausir bílar

keyra viðstöðulaust inn í eitrað ginið

um nætur

óskar slangan þess

að hún væri stúlka með fætur

í gulum stígvélum

 

sem horfir á flugvélarnar sofa

hnýtir fingurna fasta

í víragirðinguna

 

hefur sig á loft