Kona lítur við - Brynja Hjálmsdóttir
Kona lítur við - Brynja Hjálmsdóttir

Kona lítur við - Brynja Hjálmsdóttir

Regular price 3.699 kr 0 kr

  • Kilja 
  • 80 bls
  • 14 x 21,5 cm
  • ISBN: 9789935946812

Ljóðabókin Kona lítur við er gáskafullt og femínískt furðuverk í þremur hlutum, fullt af eftirminnilegum myndum og ögrandi meiningum. Í verkinu er víða litið við, svo sem í sjó, saumaklúbbi, hárgreiðslustofu, bílskúr og fylgsni undarlegs óramanns. Ferðalaginu lýkur loks í stórbrotinni útópíu. Kona lítur við er eftirtektarverð bók sem læðist aftan að lesendum.

Kona lítur við er önnur bók Brynju Hjálmsdóttur. Hún hefur áður sent frá sér ljóðverkið Okfrumuna sem hlaut tilnefningu til Fjöruverðlaunanna og Rauðu hrafnsfjaðrarinnar, auk þess sem hún var valin ljóðabók ársins af starfsfólki bókabúða.

 

LINDÝR


Kona æðir
út í garð


Rótar og rótar og rótar í jörðinni
snýr við steinum og laufblöðum
gömlu pallaefni og plastpokum
til að finna þá


Sniglana
sem hún rekur á hol með silfurgaffli
safnar í lítið skrín
til að færa
honum


Lækninum sem leggur
huggandi orð í munna
og hryggleysingja í hylki
sprautar þeim í varir
svo þær megi fyllast og blása út


Svo þær megi minna
á tvo digra snigla
í ástríku faðmlagi