Sonur grafarans - Brynjólfur Þorsteinsson
Sonur grafarans - Brynjólfur Þorsteinsson

Sonur grafarans - Brynjólfur Þorsteinsson

Regular price 3.199 kr 3.199 kr
  • Kilja
  • 75 bls
  • 12,8 X 19,8 cm
  • ISBN: 9789935946881

Sonur grafarans á margt óuppgert þegar afturgöngurnar í kirkjugarðinum taka til máls. Í myrkru andrúmi ljóðanna leynast óvæntar myndir, leikandi húmor og snjallar persónugervingar. Brynjólfur Þorsteinsson vakti verðskuldaða athygli og fékk góða dóma fyrir fyrstu ljóðabókina sína. Hann fylgir henni eftir með ljóðabálk um eftirlífið og drauga.

 

VIÐ DRAUGARNIR

 

lífaldur drauga er hundrað og tuttugu ár

nægur tími

til að gera ýmislegt

hrella gamlar ekkjur

hrella gömul hús

brjóta matarstell

láta hunda gelta

veggi blikna

horfa á maka sofa

nægur tími til að

ý

ý

ýlfra og

æ

æ

æpa

nægur!

til að stí

stí

stíga á fjalir sem braka 

láta ljós blikka

rafmagn fara

hundrað og tuttugu ár er nægur tími

til ýmiss

en fingur smella

augu depla

og árin líða

sísvona