Guð leitar að Salóme - Júlía Margrét Einarsdóttir
Guð leitar að Salóme - Júlía Margrét Einarsdóttir

Guð leitar að Salóme - Júlía Margrét Einarsdóttir

Regular price 3.499 kr 0 kr

  • Kilja
  • 388 bls
  • 14 x 21,5 cm
  • ISBN: 9789935955395

Salóme týnir kettinum sínum rétt fyrir jólin og í örvæntingarfullri leit sinni venur hún komur sínar á Kringlukrána. Hún sest við barinn og skrifar bréf þar sem hún opinberar sig í fyrsta sinn. Bréfin eru stíluð á hina dularfullu Helgu sem vann með Salóme í versluninni Betra lífi tíu árum fyrr. Með lifandi frásagnargleði afhjúpar hún sjálfa sig og leitar skilnings á fjölskyldusögunni, ástinni og sálarstríði ungrar konu í grátbroslegum smábæjarharmleik þriggja ættliða á Akranesi. Við sögu koma spákona í Fossvogi, drykkfelldur organisti og auðvitað örlagavaldurinn Helga. Hér er á ferðinni martraðarkennd uppvaxtar- og ástarsaga úr rammíslenskum veruleika. 

Júlía Margrét Einarsdóttir er með MA gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands og MFA gráðu í handritagerð frá New York Film Academy. Hún hefur áður sent frá sér nóvellu og ljóðabók og sló eftirminnilega í gegn með sinni fyrstu skáldsögu, Drottningunni á Júpíter (2018). Samhliða skrifum starfar Júlía við menningarblaðamennsku og dagskrárgerð.

Um Drottninguna á Júpíter:

**** - Ásgeir H. Ingólfsson,  Stundin

**** - Hildigunnur Þráinsdóttir, Morgunblaðið

Er dottin á bólakaf í  Drottninguna á Júpíter og tek andköf af hrifningu yfir flottum senum og frábærum stíl og sirka þriðju hverri síðu. Svo er sagan sjálf svo innilega hrærandi og ristir djúpt, þótt húmorinn og flippið fái að njóta sín. Vel gert Júlía Margrét Einarsdóttir!

- Friðrika Benónýsdóttir

[H]öfundur heldur fast og vel um alla þræði, beitir tímaflakki og endurtekningum listavel, nánast eins og í módernísku ljóði [...] það er spennandi að dveljast á þessum óljósu mörkum, við missum aldrei þræðina í þessari vandlega skrifuðu óreiðu. 

- Gauti Kristmannsson, Viðsjá 

Ég man satt best að segja ekki eftir betri fyrstu skáldsögu [...] hvílík sundlandi snilld.

- Hrafn Jökulsson