Útgáfuhóf í Mengi 6. nóvember

Una útgáfuhús gefur út tvær ljóðabækur fyrir jólin, Okfrumuna eftir Brynju Hjálmsdóttur og Þetta er ekki bílastæði eftir Brynjólf Þorsteinsson. Um er að ræða fyrstu verk ungra og efnilegra höfunda. Að gefnu tilefni er efnt til tvöfalds útgáfufagnaðar miðvikudaginn 6. nóvember í Mengi á Óðinsgötu. Þér og þínum er boðið að fagna með höfundum sem stíga brattir fram á ritvöllinn brynjaðir frábærum bókum.

Höfundar kynna og lesa úr verkum sínum og Birkir Sveinbjörnsson þeytir skífum. Í boði eru léttar veitingar og bækurnar verða fáanlegar á tilboðsverði.

Older Post Newer Post